Rauð blóðkorn

Rauð blóðkorn eru ekki stór. Þvermál þeirra er 8 µm (8 milljónustu úr metra). Lögun þeirra og bygging gerir það hinsvegar að verkum að þau geta komist í gegnum 3,5 µm æðar en minnstu æðar líkamans, háræðarnar, eru einmitt svo þröngar (mynd 1).
Rauð blóðkorn

Mynd 1: Rauðkorn eru disklaga, ljósmyndin er stækkuð tíu þúsund sinnum.

 
Aðalhlutverk rauðra blóðkorna er að flytja súrefni frá lungum til vefja líkamans og koltvísýring frá vefjum til lungna (mynd 2).  
Rauðkorn flytja súrefni til vefja og koltvísýring frá vefjum.

Mynd 2: Rauðkorn flytja súrefni til vefja og koltvísýring frá vefjum.

Hemóglóbín er flutningsprótein inni í rauðu blóðkornunum sem sér um að binda súrefnið. Í hverju rauðu blóðkorni eru um 640 milljónir hemóglóbínsameinda. Fjórar glóbínsameindir mynda eina hemóglóbínsameind. Í hverri glóbínsameind er hemehópur sem getur bundið eina súrefnissameind.

Magn hemóglóbíns er mælt við hverja blóðgjöf. Ef það er of lítið gæti blóðgjöf haft slævandi áhrif á blóðgjafann. Eðlilegt magn er 13,5-17,5 g/dl hjá körlum en 11,5-15,5 g/dl hjá konum. Til að mynda hemehópa þarf járn. Við járnskort, dregur úr myndun þeirra. Ferritín í blóðvökva er mælt hjá nýjum blóðgjöfum og aftur ef hjúkrunarfæðingar Blóðbankans sjá ástæðu til.

 
Hemóglóbín

Mynd 3: Hemóglóbín

   
   
   

 

 

 

 

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania