Blóðflögur

Myndun blóðflagna.

Myndun blóðflagna.

Blóðflögur eru myndaðar í beinmerg af frumum sem kallast megakaryocytar. Það gerist á þann hátt að fjölfjöldun verður á kjörnum megakaryocyta, umfrymi þeirra - verður kornótt og myndar anga sem blóðflögur brotna frá (smá mynd 1). Á endanum stendur ekkert eftir nema kjarninn. Megakaryocyte fruma getur myndað frá 2000-4000  blóðflögur úr umfrymi sínu.

Blóðflögur eru ekki eiginlegar frumur í ströngustu merkingu þess orðs. Þær hafa engan kjarna og þ.a.l. ekkert erfðaefni (DNA) en þær hafa hins vegar ýmis önnnur líffæri sem frumur hafa. Blóðflögur eru afar smáar. Þvermál þeirra er u.þ.b. 3,6 µm en þykktin 0,9 µm. Líftími þeirra er frá 9-12 dagar.

 

Blóðflögur stöðva flæði

Mynd 2: Blóðflögur stöðva flæði

Meginhlutverk blóðflagna, í samvinnu við storkuþætti í blóðvatni, er að stöðva blóðflæði þegar skemmdir verða á æðum. Blóðflögurnar streyma að skemmdinni, loða hver við aðra og mynda í raun tappa í sárinu.

Blóðvökvi
Blóðvökvinn inniheldur fyrst og fremst vatn en einnig hlaðin atóm, svokallaðar jónir, t.d. kalíum, natríum og klóríð og ýmis prótein til dæmis mótefni og storkuþætti.
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania