Frétt

11. 06 2019

Alþjóðablóðgjafadagurinn

 

Árlega er haldið uppá Alþjóðablóðgjafadaginn sem er 14. júní en að þessu sinni verðum við með fagnað við Blóðbankann á Snorrabraut og í Blóðbankanum á Glerártorgi þann 13. júní. Blóðgjafar dagsins fá rós frá Grænum Markaði og jafnvel einhvern annan glaðning og eitthvað spari með kaffinu en á Snorrabraut ætlum við auk þess að grilla pylsur frá Ali og brauð frá Gæðabakstri og skola því öllu niður með drykkjum frá Ölgerðinni og MS á milli klukkan 11:00 - 15:00 eða á meðan birgðir endast.
ALLIR eru velkomnir!
Og ekki sakar ef gefið er blóð í leiðinni en ekki skilyrði!

 

Mynd frá Blóðbankinn.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania