Frétt

06. 01 2017

Doktorsnemi í Blóðbankanum fékk verðlaun sem ungur og efnilegur vísindamaður

Sandra Mjöll Jónsdóttir
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktorsnemi í líf- og læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ungs og efnilegs vísindamanns á 18. ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum.

Sandra vinnur að doktorsverkefni sínu í Blóðbankanum undir leiðsögn dr. Ólafs E. Sigurjónssonar, forstöðumanns rannsókna og nýsköpunar Blóðbankans og dósents við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir sem sýna fram á að nota megi útrunnar og smithreinsaðar blóðflögur til ræktunar á stofnfrumum í meðferðarskyni.

Verðlaunin voru afhent við slit ráðstefnunnar á Háskólatorgi þann 4. janúar 2017, að viðstöddum Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala og öðrum ráðstefnugestum.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania