Frétt

28. 12 2017

Þakklæti í hjarta

Við viljum þakka öllum þeim fjölda blóðgjafa sem lagði leið sína til okkar í gær og hjálpaði okkur að bregðast við því mikla óvissuástandi sem var ríkjandi.
Það er ykkur að þakka að í dag horfum við fram á að undirbúa okkur á venjubundinn hátt fyrir áramótin.

Við viljum biðja nýja blóðgjafa um að koma frekar eftir áramót. Eins og staðan er núna leggjum við það í hendur blóðgjafa sjálfra að ákveða hvort þeir vilja koma í dag eða bíða heldur fram yfir áramót. Það er opið til klukkan 19:00 á Snorrabraut fyrir þá sem vilja koma og að sjálfsögðu kræsingar á kaffiborðinu. Lokað er í Blóðbankanum á Akureyri í dag.

 Enn og aftur þúsund þakkir, starfsfólk Blóðbankans

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania