Frétt

07. 10 2020

Við biðjum blóðgjafa að halda áfram að gefa blóð eins og áður

Skilaboð til blóðgjafa

  • Vinsamlegast hjálpaðu okkur að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu - Blóðgjöf er lífgjöf.
  • Blóðbankinn leggur áherslu á hreinlæti og smitvarnir á blóðgjafasvæði, allir fá afhenta grímu til notkunar hjá okkur. 
  • Bóka þarf tíma í blóðgjöf til að forðast mannþröng. Snorrabraut s. 543-5500 og Glerártorg s. 543-5560
  • Ef þér líður ekki vel skaltu ekki gefa blóð en sértu hraust(ur) hvetjum við þig til að koma og gefa blóð.
  • Búast má við nokkrum breytingum á starfsháttum okkar og verklagi.
  • Mikilvægt er að þú látir vita ef þú verður veikur innan 14 daga eftir blóðgjöf.
  • Ekki er æskilegt að aðrir en þeir sem ætla að gefa blóð mæti í Blóðbankann sbr. fylgdarfólk.
 
Fróðleikur og reglur varðandi COVID-19 og blóðgjöf
  • Engin staðfest tilfelli hafa komið upp um að SARS-COV-2 veiran hafi borist á milli með blóðgjöf
  • Heilsufarsskilmerki fyrir COVID-19 og blóðgjöf má sjá undir kórónuveira á blóðgjafavefnum https://blodgjafi.is/1289
  • Á vef Embættis landlæknis eru nýjustu upplýsingar til almennings um kórónuveiruna/COVID-19. Spurningar, svör og leiðbeiningar. https://www.landlaeknir.is/

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania