Frétt

04. 04 2014

Áskorun starfsfólks Toyota á Selfossi

Starfsfólk Toyota á Selfossi tók sig saman og ákvað að láta gott af sér leiða með því að gefa blóð. Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag til að mæta þörfum samfélagsins. Starfsfólki Toyota langar í leiðinni að minna á hversu einfalt og fljótlegt er að gefa blóð, því jú bíllinn kemur á Selfoss (miðbæinn) og tekur innan við 30 mínútur að gefa blóð. Meirihlutinn af okkar starfsfólki er að gefa í fyrsta skipið en við vonumst til að fleiri fylgi í kjölfarið og geri slíkt hið sama og verði framtíðar viðskiptavinir bankans. Að lokum viljum við skora á starfsfólk og vini okkar í Tölvu og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS) til að gefa blóð næst þegar Blóðbankabíllinn er á Selfossi og skora í framhaldi á næsta fyrirtæki og þannig ná en lengra út í samfélagið með þessu góða verkefni.

 

Starfsmenn Toyota Selfossi

 

Til baka
04. 04 2014

Áskorun starfsfólks Toyota á Selfossi

Starfsfólk Toyota á Selfossi tók sig saman og ákvað að láta gott af sér leiða með því að gefa blóð. Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag til að mæta þörfum samfélagsins. Starfsfólki Toyota langar í leiðinni að minna á hversu einfalt og fljótlegt er að gefa blóð, því jú bíllinn kemur á Selfoss (miðbæinn) og tekur innan við 30 mínútur að gefa blóð. Meirihlutinn af okkar starfsfólki er að gefa í fyrsta skipið en við vonumst til að fleiri fylgi í kjölfarið og geri slíkt hið sama og verði framtíðar viðskiptavinir bankans. Að lokum viljum við skora á starfsfólk og vini okkar í Tölvu og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS) til að gefa blóð næst þegar Blóðbankabíllinn er á Selfossi og skora í framhaldi á næsta fyrirtæki og þannig ná en lengra út í samfélagið með þessu góða verkefni.

 

Starfsmenn Toyota Selfossi

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania