Frétt

29. 07 2014

Verslunarmannahelgin framundan

Það geta allir sem leggja inn í Blóðbankann verið vissir um það að innistæður þeirra koma að góðum notum.

Innistæður í Blóðbankanum stoppa stutt við og þess vegna þurfum við alltaf að vera að endurnýja birgðirnar. Heilblóð skiptist í þrjár einingar:

  1. Rauðkornaþykkni - líftími þess er 6 vikur
  2. Blóðflöguþykkni - líftími 7 dagar
  3. Plasma - líftími upp í tvö ár

Það eru notaðar um 250 rauðkornaþykkniseiningar og 50 blóðflögueiningar á viku auk um 60 plasmaeininga. Því er augljóst að við verðum að halda okkur við efnið.

Nú er löng helgi framundan og við þurfum því meira en venjulega

Það er opið á Snorrabraut í dag og á morgun miðvikudag til kl.15 og til kl.19 á fimmtudag.

Komdu við eða pantaðu tíma í síma: 543-5500

Til baka
29. 07 2014

Verslunarmannahelgin framundan

Það geta allir sem leggja inn í Blóðbankann verið vissir um það að innistæður þeirra koma að góðum notum.

Innistæður í Blóðbankanum stoppa stutt við og þess vegna þurfum við alltaf að vera að endurnýja birgðirnar. Heilblóð skiptist í þrjár einingar:

  1. Rauðkornaþykkni - líftími þess er 6 vikur
  2. Blóðflöguþykkni - líftími 7 dagar
  3. Plasma - líftími upp í tvö ár

Það eru notaðar um 250 rauðkornaþykkniseiningar og 50 blóðflögueiningar á viku auk um 60 plasmaeininga. Því er augljóst að við verðum að halda okkur við efnið.

Nú er löng helgi framundan og við þurfum því meira en venjulega

Það er opið á Snorrabraut í dag og á morgun miðvikudag til kl.15 og til kl.19 á fimmtudag.

Komdu við eða pantaðu tíma í síma: 543-5500

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania