Frétt

03. 12 2014

Viðurkenning fyrir fimmtu blóðgjöfina

Blóðgjafafélag Íslands ákvað á dögunum að koma með viðurkenningu fyrir blóðgjafa sem gefa í fimmta sinn, til hvattningar fyrir áframhaldandi blóðgjafir og til að auka nýliðun blóðgjafa. Útbúin var bolli með áletruninni; "Ég gef blóð, ég bjarga lífi", með merki blóðgjafa, auk þess sem Íslandspóstur styrkir þetta verkefni og er því merki þeirra á hinni hliðinni. Fyrstur til að hreppa þessa viðurkenningu var 22 ára tónlistarmaður Guðmundur Herbertsson og afhenti Jón Svavarsson formaður BGFÍ honum bollann eftir fimmtu blóðgjöfina. Blóðgjöf er lífgjöf og er því stöðug þörf á reglubundnum blóðgjöfum.

 

Jón Svavarsson formaður BGFÍ afhenti Guðmundi Herbertssyni fyrsta bollann sem er viðurkenning fyrir 5 blóðgjöfina.

Til baka
03. 12 2014

Viðurkenning fyrir fimmtu blóðgjöfina

Blóðgjafafélag Íslands ákvað á dögunum að koma með viðurkenningu fyrir blóðgjafa sem gefa í fimmta sinn, til hvattningar fyrir áframhaldandi blóðgjafir og til að auka nýliðun blóðgjafa. Útbúin var bolli með áletruninni; "Ég gef blóð, ég bjarga lífi", með merki blóðgjafa, auk þess sem Íslandspóstur styrkir þetta verkefni og er því merki þeirra á hinni hliðinni. Fyrstur til að hreppa þessa viðurkenningu var 22 ára tónlistarmaður Guðmundur Herbertsson og afhenti Jón Svavarsson formaður BGFÍ honum bollann eftir fimmtu blóðgjöfina. Blóðgjöf er lífgjöf og er því stöðug þörf á reglubundnum blóðgjöfum.

 

Jón Svavarsson formaður BGFÍ afhenti Guðmundi Herbertssyni fyrsta bollann sem er viðurkenning fyrir 5 blóðgjöfina.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania