Frétt

18. 12 2014

Blóðsöfnun yfir jól og áramót

Blóðbankinn er nú að safna upp lager fyrir hátíðirnar.
Birgðastaða Blóðbankans er góð en mikilvægt er að eiga nægar birgðir fyrir hátíðisdagana.
Æskilegt er að lagerstaðan sé um 650 rauðkornaþykkniseiningar fyrir frídagana. Lagerinn þarf að tryggja öryggi sjúklinga vegna skurðaðgerða, krabbameinsmeðferða og annarrar heilbriðgisþjónustu yfir jól og áramót.
Til þess að svo megi verða þurfum við hátt í 200 blóðgjafa í hús til okkar þessa þrjá opnunardaga sem við höfum fram að jólum.

Mikið hefur verið sent af sms skilaboðum og tölvupóstum til virkra blóðgjafa undanfarið. Það hefur ekki skilað tilætluðum árangri, veðrið hefur svo sannarlega átt sinn þátt í því. 
Nú viðrar vel til blóðgjafa og viljum við hvetja okkar góða blóðgjafahóp til að koma á Snorrabraut eða Akureyri og gefa blóð fyrir jólin.   

Gefðu góða jólagjöf - blóðgjöf er lífgjöf!

Opnunartími yfir jól og áramót.

Snorrabraut:
Fimmtudagur 18.des opið 8-19

Mánudagur 22.des opið 11-19
Þriðjudagur 23.des opið 8-15
Mánudagur 29.des opið 11-19
Þriðjudagur 30.des opið 8-15

Akureyri:
Fimmtudagur 18.des opið 8:15-14
Mánudagur 22.des opið
8:15-14
Þriðjudagur 23.des opið 8:15-14
Mánudagur 29.des opið
8:15-14
Þriðjudagur 30.des opið 8:15-14

Til baka
18. 12 2014

Blóðsöfnun yfir jól og áramót

Blóðbankinn er nú að safna upp lager fyrir hátíðirnar.
Birgðastaða Blóðbankans er góð en mikilvægt er að eiga nægar birgðir fyrir hátíðisdagana.
Æskilegt er að lagerstaðan sé um 650 rauðkornaþykkniseiningar fyrir frídagana. Lagerinn þarf að tryggja öryggi sjúklinga vegna skurðaðgerða, krabbameinsmeðferða og annarrar heilbriðgisþjónustu yfir jól og áramót.
Til þess að svo megi verða þurfum við hátt í 200 blóðgjafa í hús til okkar þessa þrjá opnunardaga sem við höfum fram að jólum.

Mikið hefur verið sent af sms skilaboðum og tölvupóstum til virkra blóðgjafa undanfarið. Það hefur ekki skilað tilætluðum árangri, veðrið hefur svo sannarlega átt sinn þátt í því. 
Nú viðrar vel til blóðgjafa og viljum við hvetja okkar góða blóðgjafahóp til að koma á Snorrabraut eða Akureyri og gefa blóð fyrir jólin.   

Gefðu góða jólagjöf - blóðgjöf er lífgjöf!

Opnunartími yfir jól og áramót.

Snorrabraut:
Fimmtudagur 18.des opið 8-19

Mánudagur 22.des opið 11-19
Þriðjudagur 23.des opið 8-15
Mánudagur 29.des opið 11-19
Þriðjudagur 30.des opið 8-15

Akureyri:
Fimmtudagur 18.des opið 8:15-14
Mánudagur 22.des opið
8:15-14
Þriðjudagur 23.des opið 8:15-14
Mánudagur 29.des opið
8:15-14
Þriðjudagur 30.des opið 8:15-14

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania