Frétt

06. 04 2015

Vegna verkfalls lífeindafræðinga og náttúrufræðinga í Blóðbankanum

Blóðbankinn sinnir blóðbankaþjónustu á landsvísu.

Blóðbankinn mun í yfirvofandi verkfalli tryggja nauðsynlegar öryggisbirgðir blóðhluta fyrir bráðveika sjúklinga og alla sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda. 


Í yfirvofandi verkfalli verður lögð megináhersla á eftirfarandi:

 • Afgreiða blóðhluta til bráðveikra sjúklinga og þeirra sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda. Vinna blóðhluta til að viðhalda öryggisbirgðum blóðhluta í Blóðbankanum; jafnt á Akureyri sem í Reykjavík. 

 • Með gildandi undanþágulistum vegna starfsemi Blóðbankans er tryggt að þessu hlutverki sé sinnt og öryggi bráðveikra sjúklinga og annarra sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda sé tryggt í hvívetna. 

 • Ekki er mögulegt að sinna rannsóknum eða afgreiða blóðhluta til valaðgerða enda myndi það ganga óhóflega á öryggisbirgðir blóðhluta í landinu. 

 • Mikilvægt er að þetta sé virt í hvívetna, ella má gera ráð fyrir að það skapaði alvarlega stöðu fyrir bráðveika sjúklinga.

 • Margvísleg önnur starfsemi Blóðbankans liggur niðri meðan á verkfalli stendur s.s. vefjaflokkun, mótefnagreining fyrir mæðraeftirlit og sérstakar rannsóknir sem ekki styðja bráðahlutverk bankans. 

 • Ef þörf er á stofnfrumusöfnun eða inngjöf stofnfrumna mun verða sótt um undanþágur fyrir störf sérhæfðra starfsmanna sem sinna þeim verkþáttum.

 • Með öllum tiltækum ráðum verður það tryggt að nauðsynlegar öryggisbirgðir séu til staðar á hverjum tíma og öryggi sjúklinga ætíð haft að leiðarljósi.

Til baka
06. 04 2015

Vegna verkfalls lífeindafræðinga og náttúrufræðinga í Blóðbankanum

Blóðbankinn sinnir blóðbankaþjónustu á landsvísu.

Blóðbankinn mun í yfirvofandi verkfalli tryggja nauðsynlegar öryggisbirgðir blóðhluta fyrir bráðveika sjúklinga og alla sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda. 


Í yfirvofandi verkfalli verður lögð megináhersla á eftirfarandi:

 • Afgreiða blóðhluta til bráðveikra sjúklinga og þeirra sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda. Vinna blóðhluta til að viðhalda öryggisbirgðum blóðhluta í Blóðbankanum; jafnt á Akureyri sem í Reykjavík. 

 • Með gildandi undanþágulistum vegna starfsemi Blóðbankans er tryggt að þessu hlutverki sé sinnt og öryggi bráðveikra sjúklinga og annarra sem þurfa nauðsynlega á blóðhlutum að halda sé tryggt í hvívetna. 

 • Ekki er mögulegt að sinna rannsóknum eða afgreiða blóðhluta til valaðgerða enda myndi það ganga óhóflega á öryggisbirgðir blóðhluta í landinu. 

 • Mikilvægt er að þetta sé virt í hvívetna, ella má gera ráð fyrir að það skapaði alvarlega stöðu fyrir bráðveika sjúklinga.

 • Margvísleg önnur starfsemi Blóðbankans liggur niðri meðan á verkfalli stendur s.s. vefjaflokkun, mótefnagreining fyrir mæðraeftirlit og sérstakar rannsóknir sem ekki styðja bráðahlutverk bankans. 

 • Ef þörf er á stofnfrumusöfnun eða inngjöf stofnfrumna mun verða sótt um undanþágur fyrir störf sérhæfðra starfsmanna sem sinna þeim verkþáttum.

 • Með öllum tiltækum ráðum verður það tryggt að nauðsynlegar öryggisbirgðir séu til staðar á hverjum tíma og öryggi sjúklinga ætíð haft að leiðarljósi.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania