Frétt

20. 03 2017

Ólafur Helgi gaf blóð í 200 skipti í dag

 

Þau merku tímamót urðu í dag að í fyrsta sinn hérlendis náði blóðgjafi því að gefa blóð í 200 sinn. Ólafur Helgi Kjartansson byrjaði að gefa 19. mars 1972 og þrátt fyrir að búa lengstum utan höfuðborgarsvæðisins hefur hann náð því að koma reglulega í Blóðbankann í 45 ár. Gera má ráð fyrir að hann hafi hjálpað á milli tvö og þrjúhundruð manns með gjöfum sínum og gefið um 90 lítra af blóði.

Hann hefur látið sig málefni blóðgjafa varða og var formaður Blóðgjafafélagsins um árabil og sat í stjórn alþjóða blóðgjafasamtakanna. Auk þess að vera öflugur blóðgjafi hefur hann verið óþreytandi í á að hvetja aðra til að gefa blóð og vekja athygli á mikilvægi blóðgjafa.

 

 

Til baka
20. 03 2017

Ólafur Helgi gaf blóð í 200 skipti í dag

 

Þau merku tímamót urðu í dag að í fyrsta sinn hérlendis náði blóðgjafi því að gefa blóð í 200 sinn. Ólafur Helgi Kjartansson byrjaði að gefa 19. mars 1972 og þrátt fyrir að búa lengstum utan höfuðborgarsvæðisins hefur hann náð því að koma reglulega í Blóðbankann í 45 ár. Gera má ráð fyrir að hann hafi hjálpað á milli tvö og þrjúhundruð manns með gjöfum sínum og gefið um 90 lítra af blóði.

Hann hefur látið sig málefni blóðgjafa varða og var formaður Blóðgjafafélagsins um árabil og sat í stjórn alþjóða blóðgjafasamtakanna. Auk þess að vera öflugur blóðgjafi hefur hann verið óþreytandi í á að hvetja aðra til að gefa blóð og vekja athygli á mikilvægi blóðgjafa.

 

 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania