Frétt

14. 08 2017

Blóðbankabíllinn aftur af stað eftir sumarfrí!

Eftir sex vikna sumarfrí, fer bíllinn af stað aftur á morgun. Starfsfólk er að tínast til baka úr sumarfríum, spítalinn að komast á fullan snúning sem og samfélagið allt.  Þá er líka kominn tími til að hefja ferðir okkar um landið :) 

Við byrjum á Selfossi að þessu sinni, en þar eigum við von á góðri innkomu eins og ævinlega. Selfoss er einn af okkar betri söfnunarstöðum og getum við átt von á að um sextíu blóðgjafar leggi leið sína í Blóðbankabílinn á morgun.

Framundan hjá okkur eru safnanir úti á landi og strax í næstu viku förum við á austurland og í vikunni eftir það um norðurlandið. Vor og haustsafnanir okkar úti á landi eru afar mikilvægur þáttur í starfsemi okkar og vonumst við eftir að sjá mörg kunnugleg andlit, en ekki síður ný andlit í ferðum okkar framundan.

Blóðgjöf skiptir máli! 

Til baka
14. 08 2017

Blóðbankabíllinn aftur af stað eftir sumarfrí!

Eftir sex vikna sumarfrí, fer bíllinn af stað aftur á morgun. Starfsfólk er að tínast til baka úr sumarfríum, spítalinn að komast á fullan snúning sem og samfélagið allt.  Þá er líka kominn tími til að hefja ferðir okkar um landið :) 

Við byrjum á Selfossi að þessu sinni, en þar eigum við von á góðri innkomu eins og ævinlega. Selfoss er einn af okkar betri söfnunarstöðum og getum við átt von á að um sextíu blóðgjafar leggi leið sína í Blóðbankabílinn á morgun.

Framundan hjá okkur eru safnanir úti á landi og strax í næstu viku förum við á austurland og í vikunni eftir það um norðurlandið. Vor og haustsafnanir okkar úti á landi eru afar mikilvægur þáttur í starfsemi okkar og vonumst við eftir að sjá mörg kunnugleg andlit, en ekki síður ný andlit í ferðum okkar framundan.

Blóðgjöf skiptir máli! 

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania