Frétt

27. 12 2017

Metfjöldi blóðgjafa lagði leið sína til okkar í dag.

Eins og flestum er kunnugt varð alvarlegt slys vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag og sendum við í Blóðbankanum út kall til blóðgjafa í O blóðflokki. Nú þegar hefur metfjöldi blóðgjafa komið í Blóðbankann. Á þessari stundu hafa safnast  yfir 150 einingar af blóði í dag. Blóðbankinn verður með opið til kl. 19 í dag, miðvikudag. Vonandi erum við komin í gegnum mestu og alvarlegustu óvissuna á þessari stundu.

Eins og staðan er núna þá er nægilegt blóð til staðar fyrir nóttina og fyrramálið. Á morgun er fimmtudagur, og þá er blóðsöfnun Blóðbankans opin frá kl. 8:00 til kl.19:00.
Miðað við að morgundagurinn verði eins og venjulegur fimmtudagur, munum við eiga nægar blóðbirgðir inn í áramótahelgina.  

Starfsfólk Blóðbankans vill þakka öllum þeim fjölmörgu blóðgjöfum sem lögðu leið sína til okkar í dag. Þolinmæði og biðlund ykkar var til mikils sóma. 

Blóðgjöf er lífgjöf, það sannaðist áþreifanlega í dag. Það er gott að eiga góða vini og Blóðbankinn á fjölmarga góða vini - þúsund þakkir fyrir það!

Við förum inn í nóttina með 4-500 einingar af "neyðarblóði" af blóðflokki O, hvort sem það er O plús eða O mínus. Samanlagðar birgðir rauðkorna af öllum blóðflokkum er um 800 einingar, og er það góð staða í blóðbirgðum. 

En nú bíða okkar áramót, og við viljum gjarnan sjá öfluga blóðgjafa á morgun, fimmtudag. VIð erum með opið frá 8-19 eins og fyrr segir og áfram viljum sérstaklega þá sem eru með blóðflokk O. 

Takk fyrir í dag og hugsum vel til þeirra sem nú eru að berjast fyrir lífi sínu.

Til baka
27. 12 2017

Metfjöldi blóðgjafa lagði leið sína til okkar í dag.

Eins og flestum er kunnugt varð alvarlegt slys vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag og sendum við í Blóðbankanum út kall til blóðgjafa í O blóðflokki. Nú þegar hefur metfjöldi blóðgjafa komið í Blóðbankann. Á þessari stundu hafa safnast  yfir 150 einingar af blóði í dag. Blóðbankinn verður með opið til kl. 19 í dag, miðvikudag. Vonandi erum við komin í gegnum mestu og alvarlegustu óvissuna á þessari stundu.

Eins og staðan er núna þá er nægilegt blóð til staðar fyrir nóttina og fyrramálið. Á morgun er fimmtudagur, og þá er blóðsöfnun Blóðbankans opin frá kl. 8:00 til kl.19:00.
Miðað við að morgundagurinn verði eins og venjulegur fimmtudagur, munum við eiga nægar blóðbirgðir inn í áramótahelgina.  

Starfsfólk Blóðbankans vill þakka öllum þeim fjölmörgu blóðgjöfum sem lögðu leið sína til okkar í dag. Þolinmæði og biðlund ykkar var til mikils sóma. 

Blóðgjöf er lífgjöf, það sannaðist áþreifanlega í dag. Það er gott að eiga góða vini og Blóðbankinn á fjölmarga góða vini - þúsund þakkir fyrir það!

Við förum inn í nóttina með 4-500 einingar af "neyðarblóði" af blóðflokki O, hvort sem það er O plús eða O mínus. Samanlagðar birgðir rauðkorna af öllum blóðflokkum er um 800 einingar, og er það góð staða í blóðbirgðum. 

En nú bíða okkar áramót, og við viljum gjarnan sjá öfluga blóðgjafa á morgun, fimmtudag. VIð erum með opið frá 8-19 eins og fyrr segir og áfram viljum sérstaklega þá sem eru með blóðflokk O. 

Takk fyrir í dag og hugsum vel til þeirra sem nú eru að berjast fyrir lífi sínu.

Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania