Ferill vottunar gæðakerfisins

1995: Miklar breytingar urðu í Blóðbankanum, teknar voru upp nýjar aðferðir og nýtt tölvukerfi innleitt og því þörf á skriflegum leiðbeiningum. Starfsmönnum var mikið í mun að veita góða þjónustu.

1996: Undirbúningur hófst við uppbyggingu gæðakerfis Blóðbankans.

2000: Vottun BSI á gæðakerfi Blóðbankans samkvæmt ISO 9001 frá blóðsöfnun til vinnslu blóðhluta á lager.

2002: Afgreiðsla blóðhluta til sjúklinga bættist við umfang vottunarinnar.

2006: Stofnfrumusöfnun og vinnsla stofnfrumueininga bættist við umfang vottunarinnar.

2008: Starfsstöð Blóðbankans á Akureyri bættist við umfang vottunarinnar.

2013: Vefjaflokkunardeild Blóðbankans bættist við umfang vottunarinnar.

Þar með er öll starfsemi Blóðbankans með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania