Formlegar kröfur

Árið 2002 samþykkti Evrópusambandið tilskipun um blóðbankaþjónustu en þar er gerð krafa um gæðakerfi í blóðþjónustustofnunum. Þessi tilskipun var innleidd á Íslandi með reglugerð heilbrigisráðuneytisins nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs.

Evrópusambandið gaf einnig út árið 2004 út samsvarandi tilskipun um frumur og vefi sem var innleidd með samsvarandi hætti með reglugerð heilbrigðisráðuneytisins nr. 1188 /2008 um um gæði og öryggi við meðhöndlun frumna og vefja úr mönnum.

Auk þess styðst Blóðbankinn við eftirfarandi staðla og tilmæli:

  • GMP (Good Manufacturing Practice)
  • Tilmæli edqm: Guide to the Preparation, Use and Quality Assurance of Blood Components
  • Tilmæli edqm:  Guide to the Safety and Quality Assurance for the Transplantation of Organs, Tissues and Cells
  •  Faggildingarstaðla sem snúa að tilteknum þáttum
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania