Gildi vottunar

Vottun gæðakerfis felur í sér að utanaðkomandi aðili metur hvort gæðakerfið uppfylli kröfur viðkomandi staðals og hvort unnið sé eftir skilgreindu verklagi gæðakerfisins. Heimsóknir vottunaraðila eru reglubundnar og gera það að verkum að gæðakerfinu er haldið við.

Ef vottun er faggilt er tryggt að vottunaraðilinn uppfylli ákveðin skilyrði. BSI er faggilt vottunarstofa.

Blóðbankinn var árið 2000 fyrsti blóðbanki á Norðurlöndum til að fá ISO 9001 vottun á starfsemi sína. Flestir blóðbankar um heim allan hafa farið sömu leið og Blóðbankinn og sett upp vottað gæðakerfi.

Blóðbankinn er eina deild Landspítalans sem er með ISO 9001 vottun.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania