Frétt

09. 03 2020

COVID-19 tímar og áhættusvæði

Engin staðfest tilfelli hafa komið upp um að SARS-COV-2 veiran hafi borist á milli með blóðgjöf

Við biðjum blóðgjafa að halda áfram að gefa blóð eins og venjulega. Reglulegar blóðgjafir eru nauðsynlegar til að tryggja nægar birgðir af blóðhlutum fyrir sjúklinga.

Heilsufarsskilmerki fyrir COVID-19 og blóðgjöf má sjá undir kórónuveira á blóðgjafavefnum https://blodgjafi.is/1289

Listi yfir áhættusvæði má sjá hér neðar.

Blóðgjafar eru hvattir til að bóka tíma í blóðgjöf til að dreifa komum blóðgjafa og forðast bið og mannmergð þegar komið er í Blóðbankann.

Ekki er ráðlegt að aðrir en þeir sem ætla að gefa blóð mæti í Blóðbankann sbr. fylgdarfólk.

Mikilvægt er að hafa samband við Blóðbankann ef blóðgjafi fær kvef eða önnur veikindi stuttu eftir blóðgjöfina (innan viku frá blóðgjöf)

Á vef Embættis landlæknis eru nýjustu upplýsingar til almennings um kórónuveiruna/COVID-19. Spurningar, svör og leiðbeiningar. https://www.landlaeknir.is/

Áhættusvæði vegna kórónaveiru Covid-19

Ferðalög og/eða millilendingar á flugvöllum á eftirfarandi svæðum geta haft í för með sér frestun á blóðgjöf vegna kórónaveira:  

 • Austurríki - öll skíðasvæði

 • Frakkland - Provence-Alpes-Cote d´Azur og Auvergne-Rhone-Alpes

 • Hong Kong     

 • Íran                                         

 • Ítalía                                       

 • Japan  

 • Kambódía

 • Kína

 • Laos  

 • Macau            

 • Malasía                                   

 • Myanmar                               

 • Singapor          

 • Slóvenía - öll skíðasvæði

 • Suður-Kórea

 • Sviss - öll skíðasvæði

 • Taiwan                                               

 • Tæland                                   

 • Víetnam

 • Þýskaland - skíðasvæði í Suður- Bæjaralandi


Til baka
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania