Blóðflokkamótefni

Blóðflokkamótefni eru efni sem bindast samsvarandi mótefnavaka á blóðkornum.

Myndun mótefna

Blóðflokkamótefnavakar eru sameindir á yfirborði rauðra blóðkorna. Einstaklingar mynda ekki mótefni gegn sameindum sem þeir eru með sjálfir. Ef einstaklingar fá í sig framandi blóðflokkamótefnavaka geta þeir myndað mótefni gegn þeim.

Blóðflokkamótefnamyndun getur átt sér stað eftir blóðinngjöf, við blóðblöndun móður og barns á meðgöngu eða í fæðingu.

Dæmi:

Ef D negatífur einstaklingur fær í sig D pósitíft rauðkornaþykni getur hann myndað mótefni, anti-D. Anti-D kemur fram í blóðrás innan 120 daga frá snertingu við mótefnavakann og innan 2-7 daga við síðari örvun.


 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania