Hvað er gert í Blóðbankanum

Í Blóðbankanum söfnum við blóði og geymum svo hægt sé að nota það síðar.

Stundum lendir fólk í slysum eða það veikist þannig að það þarf að fara í aðgerð. Þá getur verið að það þurfi að fá blóð.

Í Blóðbankanum er allt blóð unnið í rauðkornaþykkni, plasma og blóðflögur. Einnig er það blóðflokkað og gerðar á því veirurannsóknir.

Á hverju ári fá um fjögur þúsund sjúklingar blóð en við þurfum fimmtán þúsund blóðgjafir á ári.

Þegar sjúklingar þurfa að fá blóð eru gerðar margskonar rannsóknir á þeim í Blóðbankanum, t.d. blóðflokkanir, leitað að mótefnum í þeim og gert krosspróf.

Allir krakkar ættu að hugsa um að koma í Blóðbankann og gefa blóð þegar þeir hafa aldur til.

Til þess að mega gefa blóð verður maður að vera orðinn átján ára.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania