Stofnfrumur

Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem geta þroskast yfir í sérhæfðari frumur. Hér er fjallað um blóðmyndandi stofnfrumur.

Blóðmyndun hefst fljótlega í fósturþroskanum í líffæri sem kallast forðasekkur (yolk sac). Forðasekkurinn gegnir sambærilegu hlutverki fyrir okkur og eggjarauða fyrir fuglsunga í eggi.

Frá 6 viku til 6.-7. mánaðar færist blóðmyndun yfir í lifur og milta. Eftir það verður blóðmyndun nær eingöngu í beinmerg. Fyrst í stað er hún í nánast öllum beinum en verður síðan í tilteknum beinum líkamans.

Hvaðan koma blóðfrumurnar?

Allar frumugerðir blóðsins, þar með talið blóðflögur, eru runnar af sérstakri gerð frumna sem kallast stofnfrumur. Stofnfrumurnar eiga sér aðsetur í beinmerg og mynda blóðfrumur í samræmi við þarfir líkamans.

Allar blóðfrumur eru komnar af stofnfrumum. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg.

Stofnfrumur hafa lengi verið notaðar í lækningaskyni t.d. í meðferð við hvítblæði þar sem offjölgun hefur orðið á gölluðum hvítfrumum. Sjúklingurinn hefur þá fengið nýjar stofnfrumur t.d. úr benmerg annars einstaklings. Stofnfrumurnar mynda síðan nýjar og heilbrigðar blóðfrumur

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania