Bráð rauðkornasundrun

Enska: Acute hemolytic tranfusion reaction

Þetta er bráð (<24 klst) aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga. Getur verið lífshættuleg.

Tímasetning  Kemur oftast fram í upphafi inngjafar eða innan fyrstu 15 mínútna 
Tíðni 1:76.000 af inngjöfum rauðkorna
Orsök Yfirleitt ABO blóðflokkamisræmi- oft tengt rangri sýnatöku úr sjúklingi eða því að röng eining er gefin  
Einkenni  Hiti, hrollur, blóðþrýstingsfall, verkur í kvið eða brjósti, ógleði og uppköst, nýrnabilun, dreifð innæðastorknun
Meðferð Gefa vökva og verkjalyf. Viðhalda blóðþrýstingi og þvagútskilnaði. 

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania