Bráður lungnaskaði við blóðgjöf

Enska: Transfusion-related acute lung injury eða TRALI

Þetta er bráð aukaverkun sem getur verið lífshættuleg

Tímasetning  Kemur fram á meðan á blóðhlutagjöf stendur eða < 6 klst. frá inngjöf blóðhluta
Líkur 1:1.200 til 1:190.000
Orsök Yfirleitt HLA-mótefni eða HNA-mótefni hjá blóðgjafa gegn sjúklingi, lípíðefni í blóðhluta
Einkenni Skyndileg mæði, öndunarerfiðleikar innan 6 klst. frá gjöf blóðs, súrefnismettun fellur, lungnabjúgur á lungnamynd
Meðferð Stuðningsmeðferð, súrefni, öndunarvél

Ath! Hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir eru að vísa blóðgjafa frá ef orsakasamband sannast

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania