Hiti án rauðkornasundrunar

Enska: Febrile non-hemolytic transfusion reaction

Þetta er bráð (<24 klst) aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga. Yfirleitt eru einkenni væg.  

Tímasetning  Kemur oftast fram við lok blóðinngjafar eða fljótlega eftir inngjöf
Tíðni 0,1 - 1,0% af inngjöfum hvítkornasíaðra blóðhluta
Orsök Uppsöfnun á frumuboðum (cytokines) í blóðhluta, HLA- eða hvítkornasértæk mótefni
     Hitaaukning ≥ 1°C eða hiti > 38°C, kuldahrollur, vanlíðan
Meðferð Óþægilegt en ekki lífshættulegt, meðhöndlað með hitalækkandi lyfjum

 

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania