Ofnæmislost

Enska: Anaphylaxis
Þetta er bráð aukaverkun sem er lífshættuleg.
Tímasetning  Getur átt sér stað eftir inngjöf aðeins nokkurra millilítra af blóðhluta           
Líkur 1:20.000 - 50.000
Orsök Kemur oftast fram hjá blóðþega með IgA skort sem þegar hefur myndað mótefni gegn IgA við meðgöngu eða blóðhlutagjöf
Einkenni Blóðþrýstingsfall, ofnæmisútbrot, andnauð, ógleði, uppköst, niðurgangur, lost
Meðferð Viðhalda blóðþrýstingi og halda innrennsli í æð opnu, adrenalín, vökvagjöf og barkaþræðing

Ath! Hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir eru að gefa þvegin rauðkorn/blóðflögur eða gefa blóðhluta frá IgA-neikvæðum blóðgjöfum sé IgA-skortur fyrir hendi.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania