Síðbúin rauðkornasundrun

Enska: Delayed hemolytic transfusion reaction

Þetta er síðbúin aukaverkun af ónæmisfræðilegum toga.

Tímasetning  Kemur fram 5-10 dögum eftir inngjöf 
Tíðni 1:2500 - 11.000
Orsök Saga um mótefni hjá blóðþega gegn mótefnavaka á rauðkornum gjafa. Oftast Rhesus, Kidd, Kell eða Duffy mótefni sem hafa myndast við meðgöngu eða fyrri inngjöf rauðkornaþykknis.
Einkenni Sundrun á inngefnum rauðum blóðkornum, gula, óútskýrt fall á blóðrauða
Meðferð Engin sérstök viðbrögð önnur en að mótefnagreining er nauðsynleg vegna síðari inngripa

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania