Fersk fryst plasma

  Pooled plasma, smithreinsað                 Blóðskiljuplasma, smithreinsað                    
 Rúmmál ml               200  200
 Hvít blóðkorn   < 0,1 x 109/l       < 1,0 x 106/einingu

 Rauð blóðkorn /l

 < 6,0 x 109

 < 6,0 x 109
 Blóðflögur /l  < 50 x 109  < 50 x 109      
 FVIII IU/dl  50   50
 Fibrinogen g/L   60% af fersku plasma   60% af fersku plasma
 Tegundarnúmer

E6175VA0, E6175VB0, E6175VC0

E6176VA0, E6176VB0, E6176VC0

E72950A0, E72950B0, E72950C0

Blóðbankinn hefur tvær framleiðsluaðferðir fyrir plasma

  • Plasma unnið úr heilblóði frá 5 blóðgjöfum
  • Plasma safnað með blóðskilju frá einum blóðgjafa

Við smithreinsun er notuð amotosalen lausn. Upplýsingar um eldri framleiðsluaðferð á plasma eru hér.

Nýburar

Ekki eru til sérstakar plasmaeiningar fyrir nýbura.

Geymsla

Plasma geymist í 2 ár við -30°C. Geymt í sérstökum plasmafrystiskápum sem eru með hitastigsskráningu og viðvörunarkerfi.

Ábendingar

Plasma er gefið t.d. við skorti á storkuþáttum. Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala.

Frábendingar

Plasma á ekki að gefa til að auka rúmmál eða til að snúa við blóðþynningu í sjúklingum. Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala.

Pöntun

Plasma er pantað símleiðis. Sjúklingur þarf að hafa verið blóðflokkaður tvisvar sinnum úr sitt hvoru sýninu áður plasma er afgreitt í sjúkling.

Þíðing tekur um 10-15 mínútur í Blóðbankanum. Plasma er tekið frá í 24 klst eftir þíðingu.

Flutningur

Þíðið plasma er flutt í blóðkælitöskum sem halda réttu hitastigi á blóðhlutum á meðan flutningi stendur þ.e. 1-10°C. Í lengri ferðum eru hitanemar settir í töskurnar.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania