Smithreinsun

Frá október 2012 eru allar blóðflöguþykkniseiningar framleiddar í Blóðbankanum með vinnuferli sem hreinsar hugsanlega smitþætti úr blóðhluta, hvort sem er bakteríur eða veirur. Vinnsluaðferðin kallast Intercept og er frá fyrirtækinu Cerus. Þessi nýja aðferð kemur í stað hefðbundinna geislaðra blóðflöguþykkniseininga.
Frá maí 2014 eru allar plasmaeiningar framleiddar í Blóðbankanum einnig smithreinsaðar með sömu aðferð.

Við smithreinsun ("pathogen inactivation") er amotosaleni (psoralen afleiðu) bætt í eininguna. Amotosalen veldur krossbindingu á erfðaefni við ljómun með útfjólubláu ljósi (UVA), en krossbundið erfðaefni er óvirkt. Að lokinni ljómun er meginhluti amotosalens fjarlægður úr einingunni. Í Intercept blóðflögum er einnig ný og endurbætt næringarlausn fyrir blóðflögur (SSP+).

Intercept meðhöndlað blóðflöguþykkni er í öllum aðalatriðum unnið á sama hátt og áður þ.e. annars vegar úr heilblóði blóðgjafa og hins vegar með blóðfrumuskilju (aferesu).

Kostir Intercept

  • Intercept óvirkjar fjöldann allan af bakteríum og veirum sem smitast geta við blóðhlutagjöf
  • Intercept óvirkjar hvít blóðkorn sem valdið geta aukaverkunum
  • Intercept lengir endingartíma blóðflagna úr 5 dögum í 7
  • Intercept kemur í stað geislunar á blóðflögum og plasma

  Ýmis gögn (PDF):

Á heimasíðu CERUS er meðal annars góð kynning á "pathogen inactivation" á blóðflögum og plasma.
Á heimasíðu Intercept má finna birtar vísindagreinar um þetta efni.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania