InterInfo

 

Interinfo kerfið - Upplýsingar frá Blóðbanka, skráning á inngjöf blóðhluta

Upplýsingakerfi Blóðbankans (ProSang) er skráninga- og öryggiskerfi sem er lokað öðrum en notendum innan Blóðbankans.

Upplýsingar frá Blóðbanka (InterInfo) er kerfi sem hægt er að komast inn í á netinu og er einskonar gluggi viðskiptavina Blóðbankans í ProSang upplýsingkerfið.

Interinfo kerfið sækir upplýsingar rafrænt í ProSang kerfið og birtir „lifandi“ upplýsingar til notenda.

Interinfo er öryggistæki sem nýtist starfsmönnum deilda að fullu hvað varðar upplýsingar, yfirlit og skráningar á öllu sem varðar blóðflokkun og blóðhluta fyrir sjúklinginn.

 
Opnið Sögu. Sláið inn kennitölu þess einstaklings sem á að skoða. Vinstra megin á skjánum er stika, á henni er hnappur "Blóðbankinn -  Interinfo"

Smellið á "Blóðbankinn - Interinfo" og upp kemur mynd fyrir viðkomandi sjúkling.

Í Interinfo getur notandinn skoðað upplýsingar undir eftirfarandi flipum:

Upplýsingar um sjúkling
Hér má sjá nýjustu rannsóknarsvör um blóðflokkanir, stöðu prófa og frátekinna blóðhluta.

Svartextar
Hér má sjá upplýsingar um eldri rannsóknir með sérstökum svartextum svo sem upplýsingum um blóðflokkamótefni og HLA rannsóknir.

Samlestur með skanna
Hér er strikamerki af armbandi sjúklings lesið saman við strikamerki á blóðhluta.
Kemur í stað samlesturs tveggja starfsmanna við inngjöf blóðhluta.

Skrá blóðinngjöf
Hér er blóðinngjöf skráð rafrænt með skanna eða bendli.

Skráðar blóðinngjafir
Hér má sjá yfirlit yfir gefna blóðhluta og skrá aukaverkun.

Vefjaflokkun
Hér má sjá niðurstöður frá vefjaflokkunardeild frá og með 1.1.2013.

Stofnfrumur
Hér má sjá niðurstöður frá stofnfrumudeild frá og með 1.1.2013

 

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania