Sýni og beiðnir

Á þessum síðum eru þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að rétt sýni úr réttum sjúklingi skili sér til Blóðbankans.null

Rétt sýni er verulega mikilvægt fyrir sjúklinginn þar sem niðurstöðurnar eru varanlegar upplýsingar um blóðflokk sjúklings og notaðar til að velja rétta blóðhluta fyrir sjúklinginn. Fyrir blóðinngjöf er blóðflokkur alltaf staðfestur með nýju sýni til að tryggja öryggi sjúklings.

 

Sérstakar leiðbeiningar um sýnatökur fyrir blóðinngjöf

Þegar um er að ræða fyrirfram ákveðnar aðgerðir og sjúklingur hefur ekki verið til blóðflokkaður er best, m.t.t. öryggi hans, að senda eitt sýni og eina beiðni til blóðflokkunar við undirbúning og senda annað sýni og beiðni þegar hann kemur inn til aðgerðar. Starfsmenn á Landspítala, Heilbrigðisstofnuninni Akranesi og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem hafa aðgang að Sögu/Orbit og Heilsugátt geta skoðað blóðflokk sjúklings í "Interinfo". Starfsmenn á öðrum stöðum þurfa að hringja til Blóðbankans og kanna hvort sjúklingur hefur verið blóðflokkaður.

Alltaf er skimað fyrir blóðflokkamótefnum um leið og sjúklingar eru blóðflokkaðir í fyrsta sinn og sjúkradeild/heilbrigðisstofnun látin vita ef sjúklingur greinist með blóðflokkamótefni. Við þær aðstæður þarf meiri undirbúning t.d. að senda tvö sýni til að hægt sé að staðfesta mótefni og krossprófa sérvaldar einingar.

Til að tryggja öryggi sjúklinga fyrir blóðinngjöf er ný blóðflokkun alltaf borin saman við eldri blóðflokkun. Þegar sýni eru tekin á sama tíma rýrir það öryggið sem fæst með þeim samanburði.

Ef sjúklingur hefur verið blóðflokkaður og reynist ekki með blóðflokkamótefni (sjá "Interinfo" sem starfsmenn hafa aðgang að í gegnum Sögu/Orbit og Heilsugátt) nægir að senda eitt sýni með beiðni. Það má taka við innskrift en athuga þarf hvort óska má eftir framlengingu á BAS prófi ef langt er í aðgerð.

Ferill frá sýnatöku úr sjúklingi og þar til hann fær blóðinngjöf byggir á keðju atriða sem ekki verður sterkari en veikasti hlekkurinn. Því er nauðsynlegt að allir hugi vel að sínu.

 

Á síðu frá Better Blood Transfusion Team á Englandi má fræðast nánar um sama efni.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania