Vísindarannsóknir

Blóðbankinn hefur ávallt haft grunnrannssóknir sem eina af sínum grunnstoðum. Grunnrannsóknir á sviði erfðafræði á Íslandi eiga að stórum hluta til uppruna sinn í Blóðbankanum með frumkvöðlastarfi Dr. Ólafs Jenssonar og hans samstarfssfólki.

Í dag rekur Blóðbankinn öflugt grunnrannsóknstarf á sviði stofnfrumna, vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Því starfi er stýrt af Ólafi E. Sigurjónssyni, doktor í stofnfrumulíffræði og lektor við Háskólann í Reykjavík. Markmið grunnrannsóknarstarfs Blóðbankans er að að brúa bilið á milli tilraunavísinda og læknisfræðilegra rannsókna til að skapa jarðveg fyrir nýjungar í læknisfræði á sviði stofnfrumna, vefjaverkfræða og blóðbankafræða á Íslandi.

Að rannsóknunum koma starfsmenn Blóðbankans og fleiri starfseininga á Landspítala, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík auk fjölda annarra innlendra og erlendra samstarfsaðila.

Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania