Útskrifaðir nemar

Blóðbankinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á kennslu nema. Á hverjum tíma má ætla að 3-5 nemar á framhaldsstigi og 2-4 á grunnstigi séu að vinna verkefni sín við Blóðbankann eða í tengslum við hann. Þetta eru nemar í lífeindafræði, líffræði, læknisfræði og verkfræði, bæði við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Einnig sinnir Blóðbankinnn starfsnámi í lífeindafræði, hjúkrunarfræði og læknisfræði. Blóðbankinn hefur sérstaklega byggt upp samstarf við tækni og verkfæðideild Háskólans í Reykjavík á sviði heilbrigðisverkfræði og gegnir Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsóknar og nýsköpunar, lektorsstöðu við þann skóla.
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Advania