Leit
Loka

Blóðflokkar

Blóðflokkar eru arfgengir og tengjast á yfirborði rauðu blóðkornanna. ABO blóðflokka kerfið inniheldur blóðgerðir A, B, O og AB. Í ABO kerfinu eru tveir mótefnavakar sem kallast A og B. Blóðflokkurinn ákvarðast af því hvaða mótefnavakar eru til staðar á rauðu blóðkornunum.

Mótefnavakar í Rh kerfinu eru prótein sem finnast á yfirborði rauðu blóðkornanna. Mikilvægasti mótefnavakinn er D mótefnavakinn og er stuðst við hann þegar Rhesus er ákveðinn. Ef þú ert með D mótefnavakann, þá ertu Rhesus jákvæður (RhD pos) og ef þú ert ekki með það þá ertu Rhesus negativ (RhD neg).

Nú eru þekktir um 270 mismunandi blóðflokkamótefnavakar. Flestir þessara mótefnavaka tilheyra 26 blóðflokkakerfum. Sum blóðflokkakerfin eru afar flókin, sérstaklega Rhesus.

Þó að ABO og Rhesus blóðflokkarnir séu mikilvægastir við blóðinngjafir geta margir aðrir blóðflokkar valdið aukaverkun við blóðinngjöf.

Flestir Íslendingar eru í blóðflokki O eða 54 % og aðeins 7% þeirra eru O neg sem er neyðarblóð. Sama hvort þú ert í algengum eða óalgengum blóðflokki þá þurfum við að eiga allar gerðir blóðs og er hægt að sjá hvað vantar hverju sinni hérna

O neg blóð er neyðarblóð og er sérstakt fyrir þær sakir að lang flestir geta þegið það. Það er gefið þeim einstaklingum sem eru í O neg, notað sem neyðarblóð þegar ekki vinnst tími til að kanna blóðflokk blóðþega, þegar ungabörn og fyrirburar þurfa á blóðgjöf að halda og þegar skortur verður í öðrum blóðflokkum.

Við miklar blæðingar getur einn blóðþegi þurft marga lítra af blóði, því þarf O neg blóð að vera tiltækt á skurðstofum, neyðarmóttökum og helstu sjúkrastofnunum úti á landi.

Til þess að viðhalda nauðsynlegum O neg blóðbirgðum þurfum við að fá blóðgjafa í O neg blóðflokki daglega. Því leggur Blóðbankinn ríka áherslu á að finna O mínus blóðgjafa.

Á einfaldan máta má sjá erfðir blóðflokkana hér fyrir neðan en ekki er hægt að alhæfa að þetta sé alltaf svona þar sem blóðflokka kerfin eru mörg og flókin.