Leit
Loka

Spurt og svarað um blóðgjöf vegna COVID-19

Ekki má gefa blóð ef innan við 7 dagar hafa liðið frá bólusetningu fyrir Covid-19 og ef stungustaður er bólginn og ekki fullkomlega gróinn. Veikindi eftir bólusetninguna, ekki gefa blóð ef innan við 7 dagar eru liðnir frá því einkenni hurfu

Mjög mikilvægt er að þú látir vita í síma 543-5500 ef þú verður veikur innan tveggja vikna frá því að þú gafst blóð.
Mikilvægt er drekka og borða vel fyrir og eftir blóðgjöf. Sérstök áhersla er lögð á smitvarnir og hreinlæti í kaffistofu blóðgjafa. Allar veitingar eru núna innpakkaðar í einnota umbúðir og eru kaffibollar þvegnir í uppþvottavél með sápu við 80°C. Til að fylgja tilmælum yfirvalda varðandi fjarlægð á milli manna hefur stólum verið fækkað svo að lengra bil sé á milli blóðgjafa í kaffistofu blóðgjafa. Auðvelt aðgengi er að handspritti bæði í kaffistofu blóðgjafa og í móttöku.
Til að tryggja gott bil á milli blóðgjafa er annar hver blóðsöfnunarbekkur notaður. Áhersla er lögð á hreinlæti og smitvarnir við blóðtökuna. Allir fá afhenta grímu hjá okkur. Starfsfólk ber einnig grímu. Allur búnaður sem kemst í snertingu við blóðgjafann er sprittaður á milli blóðgjafa. Allir bæklingar, pennar, lyklaborð, símar og afgreiðsluborð eru sprittuð reglulega.
Blóðbankinn gerir sitt ítrasta til þess að lágmarka fjölda einstaklinga í hverju rými, bæði hvað varðar starfsfólk og blóðgjafa. Þess vegna eru blóðgjafar beðnir um að bóka tíma í blóðgjöf. Með þessu móti getur Blóðbankinn virt tilmæli yfirvalda um samkomubann og lágmarks fjarlægð á milli einstaklinga.

Sjá reglur Blóðbankans sem gilda almennt um kvef: https://blodgjafi.is/1282. Hins vegar skal meðan Kórónufaraldurinn stendur yfir hafa reglur um kórónaveirur í huga sjá á:  COVID-19 faraldurinn stendur yfir: . Blóðgjafar eru alltaf beðnir um að láta vita ef þeir veikjast innan 14 daga frá blóðgjöf og er það sérstaklega mikilvægt meðan þessi faraldur gengur yfir. 

Gefa má blóð ef 2 dagar hafa liðið frá lokum sóttkvíar hvort sem hún er sjálfskipuð eða samkvæmt tilmælum heilbrigðisstarfsfólks. Sjá: Upplýsingar varðandi COVID-19 á blóðgjafavefnum. 

Einstaklingur í sóttkví sbr vef Landlæknis um sótkví má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast en sýnir engin einkenni um sjúkdóminn. Vegna möguleikans á smitun má einstaklingur í sóttkví ekki gefa blóð. Sjá nánar á blodgjafi.is

Hjá hraustu fólki sem stenst heilsufarsskilmerki Blóðbankans eru litlar líkur á að blóðgjöfin hafi neikvæð áhrif á heilsufar eða auki líkur á sýkingum eða öðrum veikindum. Gerðar eru blóðrannsóknir við hverja blóðgjöf þar sem m.a. er mældur blóðrauði og fjöldi blóðfruma. Auk þess er farið ítarlega yfir hvort um veikindi hafi verið að ræða, læknisheimsóknir eða læknisfræðilegar rannsóknir frá síðustu blóðgjöf. Eins og alltaf er mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir blóðgjöf sbr. upplýsingaritið: Fræðsla við fyrstu komu, svo að blóðgjöfin gangi sem best fyrir sig og líðanin eftir blóðgjöf verði góð.

Blóðsýni frá blóðgjafa eru ekki skimuð sérstaklega fyrir kórónuveirum, hvorki erlendis né á Íslandi. Ef blóðgjafi stenst öll heilsufarsskilmerki fyrir blóðgjafa auk sérstakra skilmerkja vegna kórónuveiru (sjá https://blodgjafi.is/1289) er talið mjög ósennilegt að blóðgjafinn sé smitaður. Ekki hefur verið sýnt fram á að veiran berist til sjúklinga við blóðinngjöf.