Fara beint í efnið
Blóðbankinn Forsíða
Blóðbankinn Forsíða

Blóðbankinn

Aukaverkanir eftir blóðinngjöf

Yfirleitt gengur blóðinngjöf áfallalaust fyrir sig. Aukaverkanir við blóðhlutagjafir geta þó komið fyrir og jafnvel verið alvarlegar. Því er mikilvægt að þeir sem gefa blóðhluta sýni varkárni, þekki til helstu aukaverkana og bregðist skjótt við ef líðan sjúklings breytist.

Einkenni

Aukaverkanir geta komið fram á meðan á inngjöf blóðhluta stendur eða nokkrum tímum/dögum síðar. Hugsanleg einkenni eru m.a. hiti, hrollur, andnauð, breytingar á blóðþrýstingi, verkir, útbrot, gula og ógleði/uppköst.

Viðbrögð

Ef grunur leikur á aukaverkun við inngjöf blóðhluta skal:

  • hætta blóðgjöf strax

  • halda æðalegg opnum

  • kalla til lækni sjúklings

  • meta klínískt ástand sjúklings

  • staðfesta að sjúklingur hafi fengið réttan blóðhluta

  • láta starfsmann í Blóðbanka vita; sími 543 5507

  • draga nýtt 4 ml EDTA blóðsýni úr sjúklingnum og senda til Blóðbankans ásamt beiðni um aukaverkanir og atvik

  • leiki grunur á gerlamengun í blóðhlutanum skal taka sýni úr sjúklingnum og blóðhlutanum og senda á sýkladeild

  • skrá inngjöf blóðhluta og upplýsingar um aukaverkun í Interinfo kerfið í Sögu

  • ekki gefa fleiri blóðhluta nema eftir samráð við Blóðbanka

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á ensku.

Aukaverkanir