Leit
Loka

Blóðhlutar

 

 Hvítkornasíað rauðkornaþykkni úr heilblóði

 Nýburaeiningar

 Rúmmál (ml)

   >230

   >45

 Hemoglóbín (g/einingu) 

   ≥ 40

   ≥ 10

 Hematókrít (L/L)

   0,50 - 0,70

   0,50 - 0,70

 Hvít blóðkorn /einingu

   < 1,0 x 106

   < 0,25 x 106

SAGMAN lausn (ml)

  100

   25

 Tegundarnúmer

  E3846

 E3846 A,B,C,D

 Geislaðir blóðhlutar

  E3847

 E3847 A,B,C,D

Allt rauðkornaþykkni framleitt í Blóðbankanum er hvítkornasíað.

Blóðbankinn á geislað rauðkornaþykkni á lager.

Blóðskiptablóð

Blóðbankinn framleiðir blóðskiptablóð til notkunar fyrir nýbura. Við framleiðslu á blóðskiptablóði er rauðkornaþykkni og plasma blandað í ákveðnum hlutföllum til að ná æskilegri hematokrít fyrir blóðskipti nýbura. Blóðskiptablóð er geislað strax eftir framleiðslu og er fyrningartíminn þess 24 klst. frá geislun.  Blóðskiptablóð er ekki til á lager en er framleitt að beiðni lækna vökudeildar. 

Nýburaeiningar

Sérstakar nýburaeiningar unnar úr hvítkornasíuðu rauðkornaþykkni. Einni einingu af hvítkornasíuðu rauðkornaþykkni er skipt upp í fjórar minni einingar. Með þessu geta ungabörn oft fengið fleiri en eina rauðkornaþykkniseiningu frá sama blóðgjafanum.

Í sérstökum tilvikum eru geislaðar nýburaeiningar framleiddar að beiðni lækna vökudeildar.

Frá 15.júní 2023 er rauðkornaþykkni fyrir nýbura í DEHP fríum pokum. 

Geymsla 

Rauðkornaþykkni geymist í 6 vikur frá tökudegi við 2-6°C í sérhæfðum blóðskápum sem eru með hitastigsskráningu og/eða tengdir við viðvörunarkerfi.

Geislað rauðkornaþykkni geymist í 14 daga frá tökudegi. 

Nýburaeiningar geymast í 14 daga frá tökudegi. Geislaðar nýburaeiningar geymast í 48 klst. frá geislun. 

Ábendingar

Rauðkornaþykkni er gefið til dæmis við blóðtapi vegna aðgerða, slysa o.fl. eða blóðleysi vegna sjúkdóma eða meðferðar.

Sjá nánari upplýsingar:  Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala

Frábendingar

Þegar hægt er að bæta blóðtap með öðrum aðferðum s.s. lyfjagjöf.

Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala

Pöntun og frátaka

Rauðkornaþykkni er pantað með beiðni, símleiðis eða með rafrænni pöntun. Sjúklingur þarf að hafa verið blóðflokkaður tvisvar sinnum úr sitt hvoru sýninu áður en rauðkornaþykkni er afgreitt. Einnig þarf sjúklingur að eiga gilt samræmingarpróf (BAS/BKS próf). Lengd frátöku er 2 sólarhringar.

Flutningur

Rauðkornaþykkni er flutt í blóðkælitöskum sem halda réttu hitastigi á blóðhlutum á meðan flutningi stendur þ.e. 1-10°C. Í lengri ferðum eru hitanemar settir í töskurnar. 

 

Blóðflöguþykkni úr heilblóði smithreinsað

Blóðflöguþykkni úr blóðfrumuskilju smithreinsað

Rúmmál (ml)

 um 170 - 210

 um 170 - 210

Þar af PASIII (ml)

 um 150

 um 130

Þar af plasma (ml)

 um 50

 um 70

Hvít blóðkorn /einingu

 < 1,0 x 106

 < 1,0 x 106

Blóðflögur /einingu

 > 200 x 109

 > 200 x 109

Tegundarnúmer

 D0166, D0167

 E7017, E7018

 

Blóðbankinn hefur tvær framleiðsluaðferðir fyrir blóðflöguþykkni:

 • Blóðflöguþykkni unnið úr heilblóði frá 8 blóðgjöfum
 • Blóðflöguþykkni safnað með blóðfrumuskilju frá einum blóðgjafa

Frá haustmánuðum 2012 hafa allar blóðflögueiningar framleiddar í Blóðbankanum verið smithreinsaðar

Nýburaeiningar 

Hægt er að skipta einni blóðflögueiningu í 4 einingar fyrir nýbura og ung börn. Slíkar blóðflögueiningar eru ekki til á lager en eru framleiddar eftir pöntunum. 

Frá apríl 2023 var skipt yfir í DEHP fría blóðflögupoka fyrir nýburaeininga. 

Geymsla

Blóðflöguþykkni geymist við +20 til +24°C á stöðugri hreyfingu í sérstökum blóðflöguskápum sem eru með hitastigsskráningu og viðvörunarkerfi. Blóðflöguþykkni geymist í 7 sólarhringa.

Ábendingar

Gefið við blæðingum, blóðflöguskorti og blóðflögusjúkdómum. Miðað er við að ein eining hækki blóðflögutalningu sjúklings um 30 x 109 /l hjá fullorðnum (5-7 ml blóðflöguþykkni / kg líkamsþyngdar).
Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala.

Pöntun/frátaka

Blóðflöguþykkni er pantað símleiðis eða með rafrænni pöntun Sjúklingur þarf að hafa verið blóðflokkaður tvisvar sinnum úr sitt hvoru sýninu áður en blóðflöguþykkni er afgreitt. Einingar skal gefa strax og þær berast. Lengd frátöku er 4 klukkustundir.

Flutningur

Blóðflöguþykkni sem flutt er um stuttar vegalengdir er pakkað í mjúkan pappír í sérstakri fóðraðri tösku sem er merkt með deild og upphafsstöfum sjúklings. Ef flutningur tekur meira en 30 mínútur er blóðflögunum pakkað í sérhannaðar töskur. Í töskunum eru kubbar sem halda hitastigi við 18-24°C. Hitanemi er settur í töskuna til að fylgjast með hitastigi meðan á flutningi stendur.

 Heilblóðsplasma

 smithreinsað

 Blóðfrumuskiljuplasma

 smithreinsað

Rúmmál (mL)

 205

 205

Hvít blóðkorn

 < 0,1 x 109/L

 < 1,0 x 106/einingu

Rauð blóðkorn /L

 < 6,0 x109

 < 6,0 x109

Blóðflögur /L

 < 50 x 109

 < 50 x 109

FVIII (IU/dL)

 ≥50

 ≥50

Fibrinogen (g/L)

 ≥1,7

 ≥1,7

Tegundarnúmer

 E6175VA0, E6175VB0, E6175VC0

 E6176VA0, E6176VB0, E6176VC0

 E72950A0, E72950B0, E72950C0

Blóðbankinn hefur tvær framleiðsluaðferðir fyrir plasma

 • Plasma unnið úr heilblóði frá 5 blóðgjöfum
 • Plasma safnað með blóðfrumuskilju frá einum blóðgjafa

Við smithreinsun er notuð amotosalen lausn. Sjá [+] liðinn "Lausnir notaðar við framleiðslu blóðhluta "

Nýburar 

Ekki eru til sérstakar plasmaeiningar fyrir nýbura.

Geymsla

Plasma geymist í 2 ár við -30°C. Geymt í sérstökum plasmafrystiskápum sem eru með hitastigsskráningu og viðvörunarkerfi.

Ábendingar

Plasma er gefið t.d. við skorti á storkuþáttum. Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala.

Frábendingar

Plasma á ekki að gefa til að auka rúmmál eða til að snúa við blóðþynningu í sjúklingum. Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala.

Pöntun

Plasma er pantað símleiðis eða rafrænt. Sjúklingur þarf að hafa verið blóðflokkaður tvisvar sinnum úr sitt hvoru sýninu áður plasma er afgreitt í sjúkling. Þíðing tekur um 10-15 mínútur í Blóðbankanum. Plasma er tekið frá í 24 klst eftir þíðingu.

Flutningur

Þíðið plasma er flutt í blóðkælitöskum sem halda réttu hitastigi á blóðhlutum á meðan á flutningi stendur þ.e. 1-10°C. Í lengri ferðum eru hitanemar settir í töskurnar.

 

 Eigin blóðmyndandi stofnfrumueiningar (autologous peripheral blood stem cells)

 

 Heildarrúmmál (ml)

 130 - 200

 DMSO (hlutfall af rúmmáli)

 10%

 Viðbættur blóðvökvi (ml)

 100 - 150

 ACD-A andstorkuefni (ml)

 18 - 26

 Hvít blóðkorn í einingu (/L) 

 20 - 200 *109

 Hlutfall HBK/Blóðflögur

 < 6

 Tegundarnúmer

 D0010100

Lýsing

Blóðmyndandi stofnfrumur eru losaðar úr beinmerg út í blóð með lyfjagjöf. Þeim er svo safnað með blóðfrumuskilju. Innihald stofnfrumueiningar er ólíkt eðlilegu heilblóði þar sem hlutfall blóðflaga og rauðkorna er lægra, en hlutfall hvítra blóðkorna er hærra, þ.m.t. blóðmyndandi stofnfrumur.“

Viðbótarlausnir

DMSO (Dimethyl Sulfoxide, C2H6OS) er bætt við til að draga úr ískristallamyndun við frystingu einingar sem gæti leitt til skemmda á frumuhimnum og aukins frumudauða. Blóðvökva er bætt við einingar í vinnsluferlinu. Blóðvökvi (plasma) inniheldur andstorkuefni ACD-A. Viðbættur blóðvökvi er úr AB blóðflokki og viðeigandi RhD blóðflokki.

Frysting og geymsla

Eftir að stofnfrumueining hefur verið útbúin til frystingar er hún fryst niður í tölvustýrðu frystitæki (controlled rate freezer). Stofnfrumueiningar eru geymdar frystar (< -140°C) þangað til inngjöf hefur verið ákveðin eða þangað til þeim er fargað í samráði við lækni sjúklings.

Flutningur og inngjöf

Samkvæmt beiðni lækni sjúklings flytja starfsmenn Blóðbankans frystar stofnfrumueiningar í flutningsfrystikúti (Cryogenic dry shipper) út á blóðlækningadeild á tilteknum degi/tíma. Þar þíða starfsmenn Blóðbankans einingarnar í 37°C vatnsbaði og afhenda hjúkrunarfræðingi blóðlækningadeildar til inngjafar í sjúkling.

Ábendingar

Eigin blóðmyndandi stofnfrumur eru að jafnaði gefnar sjúklingum í tengslum við háskammta krabbameinsmeðferð til þess að flýta fyrir myndun blóðfruma eftir mergbælingu. Algengar ábendingar eru til dæmis mergfrumuæxli (myeloma) og eitilfrumukrabbamein (lymphoma).

Pöntun og frátaka

Söfnun á eigin blóðmyndandi stofnfrumum fyrir sjúkling er gerð samkvæmt beiðni frá blóðlækningadeild og eru stofnfrumueiningarnar einungis ætlaðar þessum tiltekna sjúklingi. Inngjöf á eigin blóðmyndandi stofnfrumum fyrir sjúkling er sömuleiðis gerð samkvæmt beiðni frá blóðlækningadeild og fer oftast fram fljótlega eftir háskammtameðferð á tilteknum degi/tíma.

Circular of Information for the Use of Cellular Therapy Products

JACIE faggilding stofnfrumustarfsemi Blóðbankans (https://www.ebmt.org/jacie-accreditation#home) gerir kröfu um að staðlaðar upplýsingar um stofnfrumuafurðir og notkun þeirra séu aðgengilegar notendum. Circular of Information for the Use of Cellular Therapy Products inniheldur upplýsingar sem hafa verið samþykktar og gefnar út af eftirfarandi stofnunum/samtökum:

 • AABB (áður nefnt American Association of Blood Banks)
 • America’s Blood Centers
 • American Red Cross
 • American Society for Apheresis (ASFA)
 • American Society for Blood and Marrow Transplantation (ASBMT)
 • College of American Pathologists (CAP)
 • Cord Blood Association
 • Foundation for the Accreditation of Cellular Therapy (FACT)
 • ICCBBA
 • International Society for Cellular Therapy (ISCT)
 • Joint Accreditation Committee of ISCT and EBMT (JACIE)
 • National Marrow Donor Program (NMDP)
 • World Marrow Donor Association (WMDA).

AABB_Circular-of-Information-for-the-use-of-cellular-therapy-products_2018.pdf

Blóðhlutar eru geislaðir við 25 GRAY (2500 RAD).
Við geislun styttist ending á rauðkornaþykkni. Geislað rauðkornaþykkni geymist í 14 daga frá tökudegi.

Ábendingar

Gefið sjúklingum með meðfæddan ónæmisgalla og sjúklingum með bælt ónæmiskerfi eftir meðhöndlun við beinmergsskipti til að minnka hættu á þegahöfnun við blóðgjöf  ("Graft Versus Host Disease").

Sjá nánari upplýsingar: Klínískar leiðbeiningar um notkun blóðhluta á Landspítala

Frá október 2012 eru allar blóðflöguþykkniseiningar framleiddar í Blóðbankanum með vinnuferli sem hreinsar hugsanlega smitþætti úr blóðhluta, hvort sem er bakteríur eða veirur. Vinnsluaðferðin kallast Intercept Blood System og er frá fyrirtækinu Cerus. Þessi nýja aðferð kemur í stað hefðbundinna geislaðra blóðflöguþykkniseininga.
Frá maí 2014 eru allar plasmaeiningar framleiddar í Blóðbankanum einnig smithreinsaðar með sömu aðferð.

Við smithreinsun ("pathogen inactivation") er amotosaleni (psoralen afleiðu) bætt í eininguna. Amotosalen veldur krossbindingu á erfðaefni við ljómun með útfjólubláu ljósi (UVA), en krossbundið erfðaefni er óvirkt. Að lokinni ljómun er meginhluti amotosalens fjarlægður úr einingunni. Í Intercept blóðflögum er einnig ný og endurbætt næringarlausn fyrir blóðflögur (SSP+).

Intercept meðhöndlað blóðflöguþykkni er í öllum aðalatriðum unnið á sama hátt og áður þ.e. annars vegar úr heilblóði blóðgjafa og hins vegar með blóðfrumuskilju (aferesu).

Kostir Intercept

 • Óvirkjar bakteríur og veirur sem smitast geta við blóðhlutagjöf
 • Óvirkjar hvít blóðkorn sem valdið geta aukaverkunum
 • Lengir endingartíma blóðflagna úr 5 dögum í 7

Kemur í stað geislunar á blóðflögum og plasma

Ýmis gögn (PDF):

Á heimasíðu Intercept má finna birtar vísindagreinar um þetta efni

Við heilblóðssöfnun er notaður CPD storkuvari, 63mL í 450mL heilblóðs. Innihald í 1000 ml CPD:

 • Citric Acid Monohydrate 3,27g
 • Sodium Citrate Dihydrate 26,3g
 • Glucose Monohydrate 25,5g
 • Sodium dihydrogen phosphate dihydrate 2,51 g
 • Water to injection to 1000 ml 

Við söfnun á blóðflöguþykknis og plasma í blóðfrumuskilju er notaður ACD-A storkuvari, sem inniheldur í 100mL:

 • Acidum citricum monohydricu, Ph Eur  0,8 g
 • Natrii citras dihydricum Ph Eur  2,2 g
 • Glucosum monohydricum Ph Eur  2,45 g
 • Aqua ad iniectabilia Ph Eur ad 1000mL

SAGMAN næringarlausn sem bætt er við rauðkornaþykkni inniheldur:

 • Natrium chlorid 877 mg
 • Dextros. monohydr. 900 mg
 • Adenin. 16,9 mg
 • Mannitol 525 mg
 • Aqua ad iniect. ad 100mL

PASIII lausn, SSP+, er notuð við framleiðslu á blóðflöguþykkni:

 • Na3-citrate 2H2O: 3,18 g
 • Na-acetate 3H2O: 4,42 g
 • NaH2PO4 2H2O: 1,05 g
 • Na2HPO4: 3,05g
 • KCl: 0,37 g
 • MgCl2 6H2O:0,30 g
 • NaCl: 4,05g
 • Aqua ad iniect. ad 1000 ml
 • pH 7,2

Við smithreinsun á blóðflöguþykkni er notuð amotosalen lausn sem inniheldur:

 • Amotosalen HCl 101 mg
 • Natr. chlorid. 924 mg
 • Aqua ad iniect. ad 100 mL

Við smithreinsun á plasma er notuð amotosalen lausn sem inniheldur:

 • Amotosalen HCL 203 mg
 • Natr.chlorid. 924 mg
 • Aqua ad iniect. ad 100 mL

DMSO lausn sem notuð er í stofnfrumusafn

 • 99,9% Dimethyl Sulfoxide C2H6OS

Hvað er neyðarblóð

Í neyðartilfellum getur sú staða komið upp að til að bjarga lífi þurfi að framkvæma blóðinngjöf án þess að gera hefðbundna flokkun og samræmingarpróf. Við þær aðstæður er notað svokallað neyðarblóð.

Neyðarblóð er O Rh D neg og K neg rauðkornaþykkni. Þar af leiðandi er það eins hlutlaust og rauðkornaþykkni getur orðið og er því hægt að gefa lang flestum sjúklingum í neyðartilfellum án aukaverkana.

Einnig er hægt að nota AB Rh D neg plasma sem neyðarplasma.

Ef ekki er um neyðartilvik að ræða á ávallt að bíða með blóðinngjöf þar til niðurstöður úr flokkun og samræmingarprófi hafa fengist og blóðhlutar teknir frá í viðkomandi sjúkling á grundvelli þess.

Staðsetning neyðarblóðs:

Blóðbankinn ber ábyrgð á því að öryggisbyrgðir af neyðarblóði séu aðgengilegar um allt land. 

Á Íslandi eru fjórar blóðstöðvar, þær annast geymslu, dreifingu og samræmingarpróf blóðs og blóðhluta sem notaðar eru innan marka viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Þessar blóðstöðvar eru á Heilbrigðisstofnunum á Akranesi, Ísafirði , í Neskaupstað og í Vestmannaeyjum.

Einnig eru tvær útstöðvar. Á útstöðvum eru einungis staðsettir blóðhlutar sem eru teknir frá í sjúklinga eftir samræmingarpróf í Blóðbankanum. Einnig er geymt neyðarblóð á útstöðvum. Þessar útstöðvar eru staðsettar á sjúkrahúsunum á Sauðárkróki og Reykjanesbæ.

Á þessum stöðum eru samþykktir blóðskápar sem eru vottaðir af Blóðbankanum og undir reglubundnu eftirliti frá honum.

Blóðbankinn sér blóðstöðvum og útstöðvum fyrir rauðkornaþykkni og tekur til baka það rauðkornaþykkni sem ekki hefur verið nýtt. Þetta verklag er nauðsynlegt til að tryggja nægilegt framboð af rauðkornaþykkni á landsbyggðinni en jafnframt halda förgun þess í lágmarki.

Blóðbankinn er auk þess með starfsstöð á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem geymt er neyðarblóð. 

Neyðrarblóð eftir Landshlutum

Fjórum mismunandi útstöðvun innan Landspítalans

 • 4 einingar á Bráðamóttökunni Fossvogi
 • 2 einingar á rannsókn Fossvogi
 • 4 einingar við skurðstofu kvennadeildar á Hringbraut.
 • 6 einingar við í blóðskáp á deild 13B fyrir ofan gjörgæsluna á Hringbraut

Tveimur útstöðvun á landsbyggðinni

 • 4 einingar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
 • 4 einingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ

Fjórum blóðstöðvum á landsbyggðinni

 • Á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupsstað eru 4 einingar
 • Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði eru 4 einingar
 • Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru 4 einingar
 • Á Heilbrigðisstofnun Vesturslands á Akranesi eru 4 einingar. Á Akranesi er einnig staðsettur neyðarlager af plasma

Ein starfsstöð á landsbyggðinni

 • 4 einingar Sjúkrahús á Akureyri (ásamt öðrum lager)

Einnig eru til taks einingar í Blóðbankanum fyrir sjúkraflug Landhelgisgæslunnar